Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
27.6.2008 | 11:45
Gott að samningar eru í höfn
Mér er sama þó fólk sé brjálað yfir því að "tekjuhæstu" menn (og konur) séu að fá launahækkun - þetta sýnir s.s. að það er hægt ef maður er bara nógu fastur fyrir. Og ég s.s. get ekki séð að flugumferðastjórarnir séu að fá þessi svakalegu laun sem fólk er að tala um nema með dágóðum slatta af vaktaálagi og yfirvinnu - en það er s.s. Íslendingurinn í hnotskurn ... búa í vinnunni.
http://www.fjs.is/upload/files/F%C3%A9lag%20%C3%ADslenskra%20flugumfer%C3%B0arstj%C3%B3ra.xls
Samningur í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 10:10
Satt best að segja ekki svo hissa
Daglega dúndrast á okkur myndir og fréttir af konum (sérstaklega) sem eru ekki neitt neitt en kljást við "appelsínuhúð" "siginn rass" "maga" og allt hvað eina.
Photoshop er notað grimmt hér heima og erlendis til að fegra fólk t.d. á síðum glanstímaritana.
Við erum sífellt í aðhaldi/megrun/átaki/breyta lífstílnum - viljum verða grennri og getum alltaf sett eitthvað út á okkur og okkar útlit!
Situr enn í mér að það var gerð óformleg könnun í nágrannalöndum okkar þar sem 9-12 ára ósköp venjulega stelpur fóru inn í verslunina Topshop og mátuðu föt. Það kom í ljós að aðeins þessar yngu stúlkur áttu sumar hverjar í erfiðleikum með að komast í föt merkt Small, allflestar voru í medium eða large. Skilaboð verslunarinnar (og þjóðfélagsins) voru sú að konur ættu s.s. ekki að vera með brjóst og mjaðmir og hvað þá eitthvað utan á sér.
Skv þeim sem þekktu mannslíkaman var þetta nær ógjörningur!
Þessi þróun finnst mér engan vegin í lagi!
11 ára stelpur hafa áhyggjur af þyngd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 11:48
Sparnaður?
Ég myndi telja að þetta sé eitt af þeim sviðum hjá Íslandi sem á ekki sífellt að vera hugsa um sparnað í og hvernig sé hægt að draga úr kostnaði ....
Auðvitað finnst mér skiljanlegt að hafa aðhald en þegar það er sagt "Það er ekki það að við látum ykkur fá of lítinn pening - þið kunnið bara ekki að fara með það sem þið fáið"
Spítalinn og hans starfsmenn ... og auðvitað sjúklingar á ekki alltaf að vera með það bakvið eyrað að það þurfi að spara! Hvernig væri að breyta þessu hugsunarhátt ... verst að sá sem er við stjórnvölin þarna núna sér ekkert nema sparnað ... gæti varla verið meira "rangur maður á röngum stað"
Fresta nýja spítalanum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 11:43
Já sæll!
Nú fer ég að nauða í kallinum að minnka við okkur í bíl og finna sparneytnari bíl ... annars hverfa launin mín eins og dögg fyrir sólu (ef ekki hraðar!) ... eða kannski ég hætti að gefa heimilismönnum að borða??
Ótrúlegt alveg að á rétt um 2 árum hefur áfylling á bílinn hækkað um ca 3000 krónur.
Mikið vildi ég óska að launin mín hækkuð í samræmi við hækkunina í þjóðfélaginu - ég finn sko vel fyrir því að buddan verður fyrr léttari en hér áður!
Bensínverð hækkaði í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2008 | 11:13
ææææ
Leigubílstjóra ógnað með hnífi og hann rændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar