Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 11:09
Rík-fátæk, bleikt-blátt
Margir þurfa á stuðningi að halda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 14:36
Heilbrigðiskerfið okkar ... en einu sinni!
Það er sem ég segi .. þetta heilbrigðiskerfi okkar er frábært .. þangað til maður þarf á því að halda!
Sonur minn þarf á talþjálfun að halda - nauðsynlega og þar sem hann var komin inn í kerfið og með frábæran talmeinafræðing sem hefur aðstoðað hann einstaklega vel þá viljum við auvitað ekki sleppa henni EN það þýðir aftur á móti að hver tími hjá henni kostar okkur hátt í 4000krónum meira en áður! Og fyrir meðal launaða fjölskyldu á meðal verkamannalaunum er það dágóð upphæð!
Ofan á það segir TR barasta þver nei við allri endurgreiðslu "þau eru ekki með samning við okkur og því ber okkur ekki skylda til að endurgreiða neitt!" ....
Það er, að mér best skilst, EINN talmeinafræðingur með samning við TR. Margir hugsa líklegast "og afhverju ferðu ekki með barnið þangað þá ... í stað þess að tuða yfir þessu?" Svarið er einfalt talmeinafræðingur sonar míns hefur náð svo miklum árangri með hann og algert gull af manneskju sem ég tími ekki að missa, sonur minn bíður í ofvæni eftir að fara í tíma til hennar ... svona fólk er ekki á hverju strái!
Svona gengur ekki lengur ... við verðum að fara að gera eitthvað í málinu! Allar tillögur vel þegnar
Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar segja upp samningi við TR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 09:50
Leikskóli til fyrirmyndar!
Það er ekki hægt að segja annað en leikskóli sonar míns sé til fyrirmyndar, þar er unnið m.a. með slökun, nudd og jóga - einmitt til að þau læri að draga úr streitunni og hraðanum sem er í þjóðfélaginu í kringum þau. Einnig halda þær svo vel utan um hann og hans þarfir.
Finnst að fleiri leikskólar í Reykjavík ættu að taka sér leikskólan Reynisholt til fyrirmyndar!
Streitan hefur neikvæð áhrif á börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 10:39
Af eða Að? íslenskuaðstoð
Ég er nú kannski ekki beint íslenskusjéní en mér finnst nú svoldið stinga í stúf á þessari mynd ... eru fleiri sem koma auga á það sama og ég?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 10:41
Ljósvakamiðlar Íslands ...
Mér finnst oft ágætt að hlusta á eitthvað innihaldslaust blaður þegar ég er á leiðinni á morgnanna og heilinn kannski ekki almennilega komin í gang.
En mikið fannst mér þetta innihaldslausa blaður nokkurra einstaklinga á vissri stöð í morgun út úr kú! Þau urðu sér meira til skammar en eitthvað annað!
Ræðandi um erlenda manneskju sem væri komin inn á þing og gerðu óspart grín að því. Einn viðmælandi þáttarins sagði að þetta yrði þá bara eins og í Júróvisjon ef fleiri "útlendingar" fengju að komst á þing - samlandar þeirra myndu kjósa þá sama hvort þau væru með málefnanleg rök á þinginu eður ei! Kommon!
Í dag er varla til flokkur sem er vinstri eða hægri, það eru allir óskaplega nálægt miðjunni OG það hefur sýnt sig eftir síðustu 2-3 kosningar að ungir Íslendingar eru ekki að kjósa það fólk sem því líst best á eða treystir eða vegna flokksins heldur vegna kosningarbaráttu þeirra!
Já sá flokkur sem fólki finnst eiga bestu kosningarbaráttuna - auglýsingalega séð- fær þeirra atkvæði!!
Hvað er að því að fá smá fjölbreytni og annað sjónarhorn inn á þingið? Ég bara spyr!
Veit ekki betur en að lágmarki annar hver Íslendingur haldi að grasið sé grænna hinu megin ... allt betra en hér á helvítins kalkanum sko! Hversu oft hefur maður heyrt þennan frasa? Það væri efni í bók að koma með þá alla!
Nú erum við voðalega naív og þykjumst ekkert skilja afhverju margir eru með fordóma gagnvart útlendingum! Kommon með svona fólk þarna úti blastandi fáránlegum staðreyndum í útvarpið og allir hlægja og finnst þetta voða sniðugt!
Loks barst talið að bleijum og þá sannaði það sig enn betur hversu einfaldar sálir þetta fólk er! Starfsfólkinu fannst eitthvað óspennandi og hryllilega mikið maus við taubleijurnar (já þessar gömlu góðu! sem margir hafa verið með á rassinum!) og konan gerði útslagið með því að segja "það getur ekki verið gott fyrir þau að vera með þetta upp við húðina! með einnota bleijunum eru þau þó þurr!"
Einmitt, þessvegna hætt börn oft seinna á bleiju í dag - því þau vita ekki hvað það er að vera blaut ... þau eru þurr langt fram að fermingu með sömu bleijunni liggur við!
Og ég hef heyrt margar mæður tala um að börnin þeirra fái miklu sjaldnar útbrot eða bruna þegar notaðar eru taubleijur!
Í ofan á lag er þetta fólk illa talandi á íslenskunni! Það er ekki ósjaldan sem þau eru að ræða um eitthvað og segja "já mig hlakkar svo til - mér langar" og svo mætti lengi telja!
Hvert stefnir þessi þjóð??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 13:44
Kamar-saumavél-vatn-geit-skólaganga...
Hvað kostar kamar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 13:40
Lesblinda
Já já þetta þekkir ég af eigin raun, var fljót að gefast upp í MH á sínum tíma, enda s.s. litla sem enga aðstoð að fá þar varðandi lesblindu. Nokkrum árum eftir að ég hætti í MH heyrði ég um Davis leiðréttinguna og ég vildi óska að ég vissi af þessu fyrr, hefði alveg örugglega getað hjálpað mér helling á sínum tíma.
Ég man vel eftir tímum hjá námsráðgjafa með móður minni þar sem mér var boðið lengri tími í prófum og rólegri prófaðstæður, sem ég gat aldrei sett sama sem merki við hvernig mér ætti þá að ganga betur í prófinu ... enda hafði ég lítið sem ekkert skilið í námsefninu allan veturinn!
Nú svo var víst svo erfitt að skilja hvað það var sem ég skildi ekki, átti að segja kennaranum það alveg skýrt og skorinort ... endaði á því að ég sagði við námsráðgjafan, tja þá gæti ég allt eins opnað bókina og bent á fyrstu setninguna!
Þar með voru öll sund lokuð fyrir mig námslega séð því miður. Enda skipti það mig kannski ekki stóru máli þar sem ég vissi í raun ekkert hvað mig langaði til að gera ... en á þessum tíma hefði ég viljað klára stúdentsprófið ...
Mín lesblinda liggur reyndar meira á sviði stærfræðinnar og áttunarörðugleika heldur en þessi "hefðbundna" lesblinda.
Það breytist mikið í þessum fræðum á þessum "fáu" árum, vonandi heldur það áfram og bara til batnaðar.
Best að hætta þessu samhengislausa babli og koma sér að vinna - lifið heil
Hrökklast úr námi vegna lesblindu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2007 | 10:23
TR vs Tannlæknar?
Fyrsta sem ég rek augun í í morgun er þessi frétt í 24 stundum (gamla Blaðið s.s.) og það hálfpartinn sauð á mér!
Afhverju þurfa tannlæknarnir og tr að vera í einhverjum sandkassaleik? Ég hefði haldið að þeir ættu að bera hag íslendinga fyrir brjósti?
Og annað skil ég ekki afhverju er passa að tannsarnir komi út sem "vondu kallarnir"??
Nú á ég barn sem mun þurfa á ítarlegum tannréttingum að halda og það er búið að vera baráttumál við tr síðustu 15 árin eða svo að gera eitthvað í þessum málum .. tr segir bara jájá og amen og gerir svo ekki neitt og kennir tönnsunum um allt!
EN engu að síður eru tr að miða við gjaldskrá síðan 19-80/90 og eitthvað og því ekki skrítið að það sé allt á skakk og skjön í því fyrirtækinu! Þeir tannlæknar sem við höfum talað við (félagasamtökin þeas) eru boðnir og búnir til að koma til móts við tr en neiiii ... ekkert vill tr gera!
GARG! Óþolandi að þetta heilbrigðiskerfi okkar er frábær ... þangað til maður þarf á því að halda!
Biður tannlækna að gefa ekki upp fullt verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2007 | 01:02
Samráð eður ei?!
Mér finnst þetta að vissu leyti alltaf svoldið skondið ... halda fréttamenn að þeir sem liggja undir þessum ásökunum muni segja "Jújú við gerum þetta alltaf!"??? kommon!
Bónus og Krónan vísa ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar