Skammtímaminnið er lítið

Æ Dagur minn tók Ólafur skóflunni af þér!!??

Díses kræst, ég get svo svarið það ég verð bara pirruð að hugsa til þess hvernig stjórnamálamenn hegða sér þessa dagana.  Og þjóðin öll satt best að segja .. ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur og búa í Reykjavík!

Svo hoppa allir upp á afturlappirnar og heimta Dag aftur .. en enginn virðist muna að hann og hans menn gerðu nákvæmlega sama hlutinn fyrir rétt rúmum þrem mánuðum síðan.Sjá bara hann og hans fólk í einhverjum dýrðarljóma!  Jé ræt!

Mér finnst illa vegið að Ólafi, í þessu öllu saman.  Íslendingar fara alltaf fram úr hófi í öllu svona og eru svo ótrúlega fljótir að gleyma!

Ég er sammála því að mér finnst þessi öraskipting í borginni alls ekki góð og finnst því að ALLIR stjórnmálamenn í þeim bátnum eigi að sitja undir ámæli ekki einn!

Farið þið nú frekar og mótmælið háu bensínverði eða einhverju almennilegu ... þið græðið ekkert á þessum mótmælum!


mbl.is Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gammurinn

Gammurinn sammála Ástu. Ef Dagur væri ekki eins og klipptur út úr Dressman-auglýsingu væri Samfylkingin ekkert.

Gammurinn, 24.1.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Anna

„en enginn virðist muna að hann og hans menn gerðu nákvæmlega sama hlutinn fyrir rétt rúmum þrem mánuðum síðan.Sjá bara hann og hans fólk í einhverjum dýrðarljóma!”

Þetta er alveg gjörsamlega röng túlkun, það sem fólk man er ÁSTÆÐAN fyrir stjórnarslitunum í fyrra skiptið og það sem fólk skilur ekki er ÁSTÆÐAN fyrir þessum skiptum. Þarna er engan vegin um sömu atburðarás að ræða, þótt henni hafi í báðum tilvikum lokið með tilfærslu eins borgarfulltrúa úr einum meirihluta í annan.

Ef þú getur gefið mér góða ástæðu fyrir atburðum síðustu daga skal ég gefa þér sleikjó...

Anna, 24.1.2008 kl. 16:10

3 identicon

Vá hvað ég er sammála þér. Fólk virðist gleyma því að þær viðræður fyrir stjórnarskiptin fyrir þremur mánuðum var haldið leyndum fyrir sjálfstæðismönnum sem biðu eftir Birni Inga. Núna var þetta leynt líka þannig er þetta ekki það sama. Einnig að Björn Ingi sagði þá að hann gæti ekki unnið lengur með sjálfstæðismönnum og nú segir Ólafur að hann hafi ekki getað unnið lengur með meirihlutanum. Það er sama aðferð notuð við viðræðurnar.

En auðvitað á þetta ekkert að geta gerst að það sé bara hægt að skipta um meirihluta eins og nærbuxur þannig að það þyrfti að laga sveitarstjórnalögunum og setja inn ákvæði um það að það sé leyfilegt einu sinni eða eitthvað þess háttar setja einhvern hatt á þetta.

kv. Rakel

Rakel (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:45

4 Smámynd: Ásta

Anna ... Ekkert nema Valdagræðgi í þessum stjórnmálamönnum í dag!  (Hvar er sleikjóinn minn!=))

Annars er ég að hallast enn meir að því með hverjum mánuðnum að við fáum að kjósa manneskjurnar en ekki flokkana - þetta er allt sama pakkið! 

Ásta , 25.1.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta
Ásta

Jákvæðin, kaldhæðin, samviksusöm, skipulögð, ljúf, róleg - stundum með alltof litla trú á sjálfri sér...

Nýjustu myndir

  • Calvin
  • H&C
  • C&H
  • Bangsímonjól
  • Calvin and Hobbes

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband