7.11.2007 | 13:40
Lesblinda
Já já þetta þekkir ég af eigin raun, var fljót að gefast upp í MH á sínum tíma, enda s.s. litla sem enga aðstoð að fá þar varðandi lesblindu. Nokkrum árum eftir að ég hætti í MH heyrði ég um Davis leiðréttinguna og ég vildi óska að ég vissi af þessu fyrr, hefði alveg örugglega getað hjálpað mér helling á sínum tíma.
Ég man vel eftir tímum hjá námsráðgjafa með móður minni þar sem mér var boðið lengri tími í prófum og rólegri prófaðstæður, sem ég gat aldrei sett sama sem merki við hvernig mér ætti þá að ganga betur í prófinu ... enda hafði ég lítið sem ekkert skilið í námsefninu allan veturinn!
Nú svo var víst svo erfitt að skilja hvað það var sem ég skildi ekki, átti að segja kennaranum það alveg skýrt og skorinort ... endaði á því að ég sagði við námsráðgjafan, tja þá gæti ég allt eins opnað bókina og bent á fyrstu setninguna!
Þar með voru öll sund lokuð fyrir mig námslega séð því miður. Enda skipti það mig kannski ekki stóru máli þar sem ég vissi í raun ekkert hvað mig langaði til að gera ... en á þessum tíma hefði ég viljað klára stúdentsprófið ...
Mín lesblinda liggur reyndar meira á sviði stærfræðinnar og áttunarörðugleika heldur en þessi "hefðbundna" lesblinda.
Það breytist mikið í þessum fræðum á þessum "fáu" árum, vonandi heldur það áfram og bara til batnaðar.
Best að hætta þessu samhengislausa babli og koma sér að vinna - lifið heil
Hrökklast úr námi vegna lesblindu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð,
Ég má til með að koma því að, að þú getur mögulega gert heilmargt til að létta þér ,,lífið með lesblindu." Hér á ég við Davis leiréttinguna, en í þessari viku lýkur maðurinn minn, 52 ára gamall, námskeiði í slíkri leiðréttingu. Þetta hefur reynst honum afar hjálplegt og þó að það hafi verið heilmikið átak fyrir hann að skella sér út í þetta, þá hefur þetta veitt honum algjörlega nýja sýn á þá ,,náðargáfu" sem lesblindan er og ég er sannfærð um að þetta á eftir að breyta lífi hans og þar með okkar, á margan hátt. Ég má til með að nefna þetta og hvetja þar með alla lesblinda til að athuga hvort þessi lausn henti þeim (hentar ekki öllum, en mjög mörgum), því það er aldrei of seint að byrja.
Guðfinna Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.