Ráðleggingar fólks

  Við höfum viðrað skólahugmynd okkar við nokra aðila og fyrir stuttu síðan var mér sagt að það væri bara hægt að lifa "fínasta lífi" úti í DK ... og að við ættum ekkert að spá í þessu hrapi krónunnar heldur að drífa okkur bara út í skóla og víkka í leiðinni sjóndeildarhringinn.

  Mikið er ég fegin í dag að hafa hlustað á "hönsið" sem ég fékk og tók mark á "sögunum" sem ég fékk frá námsmönnum erlendis ásamt fólki búsettu þarna.

  Sjóndeildarhringurinn hefði varla víkkað mikið ef ég hefði í mesta lagi getað hangið heima með barnið!?


mbl.is Leigan hækkað um 31.500 krónur á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak en ....

Mér finnst frábært að Jóhanna Sigurðardóttir sé að taka á þessum málum - ekki veitir af!

 En í leiðinni finnst mér hún ekki mega gleyma öllum hinum hópunum sem hafa setið á hakanum.


mbl.is Þjónustu við börn með athyglisbrest áfátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðverutími vs Vinnutími

Sonur minn er einn af þeim sem er með 9 tíma "pláss" á leikskólanum sínum.  Umferð, vinna og fleira þvíumlíkt kemur í veg fyrir að hann geti verið styttri.

Störf undir 100% eru frekar sjaldgjæf og yfirleitt er slegist um þau.  Þar fyrir utan þurfa all flestir að ver aí 100% vinnu (og jafnvel 100%+) til að geta látið enda ná saman ... að ekki sé talað um á þessum tíma!

Lítið er í rauninni gert til að börnin geti verið syttra á leikskólanum og átt meiri tíma með foreldrum sínum.  Svo eins og venjulega fría allir sig ábyrgð af að get/eiga að gera eitthvað í þessum málum.

 Þetta er Ísland í dag


mbl.is Ræða þarf starfstíma barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra hvað?

Um daginn fór vinkona mín ein í eina af lágvöruverslununum á stór reykjavíkursvæðinu að gera matarinnkaupin - í sjálfum sér ekkert athugavert við það.

Í sömu verslun var staddur ráðherra, hvers nafn verður látið ógetið hér.  Umræddur ráðherra sokkaði um búðina þvera og endilanga og fyllti körfuna sína af ýmsum matvörum og öðrum nauðsynjum.  Kom svo á kassan setti í poka með bros á vör og borgaði.

Ráðherran gekk svo út á bílaplanið með herlegheitin og þar beið ráðherrabíll eftir viðkomandi.  Ráðherran skildi kerruna eftir - bílstjórinn stökk út opnaði fyrir ráðherranum bílinn og ráðherran vippaði sér inn.  Því næst tók bílstjórinn við að raða pokunum úr innkaupaferðinni í skottið á ráðherrabílnum á meðan ráðherran sat inn í bíl og hreyfði hvorki legg né lið!

Er ekki nær að spara svona bruðl og borga láglaunafólkinu í þjóðfélaginu mannsæmandi laun svo það geti a.m.k. haft í sig og sína og á!?  Jah það virðist a.m.k. ekki vera kreppa hjá ráðherrunum - þarna upp á þessu fallega bleika skýi!


mbl.is Vilja að fjármálaráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólheimar - kyngimagnaðir

  Sólheimar eru yndislegur staður, umhverfið-staðsetningin-fólkið-andrúmsloftið-maturinn ... og já allt hreinlega bara!

  Ég vann þarna eitt sumar fyrir nokkrum árum síðan og passa mig á að skilja nokkur kíló eftir þar í leiðinni.  Það er spurning hvort að þarna væri hægt að setja á fót "Fat Camp" eða "Biggest Looser"? =)


Gúrkutíð í atvinnu?

Eins og flesta aðra morgna kveikti ég á útvarpinu á leiðinni í vinnuna og rambaði á milli rása á viðtækinu.

Leist best á Bylgjuna að þessu sinni og datt akkúrat inn á fréttatíman (innskot .. alltof stutt síðan maður þoldi ekki að foreldrar manns YRÐU að hlusta á fréttir í útvarpinu) þar kom inn ungur (að ég tel) drengur sem var að lesa yfirlit frétta og þess háttar.

Eitt skyldi ég ekki maðurinn sagði í sífellu "Hédna" og "þadna" ... og sló svo í lokin út með  "mér hlakkar rosalega til" ... kommon .. er ekki lágmark að fólkið í útvarpinu sé að tala góða íslensku???


Ekki er ég hissa!

launin eru fyrr að daga upp og launahækkanir litlar sem engar ..... hver hefur efni á að byggja sér hús og allt það sem því fylgir??

hef nokkrum sinnum keyrt framhjá Úlfarsfellinu og einmitt fundist lítið sem ekkert vera að gerast þar ... og framkvæmdir í Reynisvatnsássnum virðast ganga ansi hægt og rólega.

 Maður heldur í vonina að það séu örlítið bjartari tímar framundan.


mbl.is „Lítil sem engin sala á lóðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að samningar eru í höfn

Mér er sama þó fólk sé brjálað yfir því að "tekjuhæstu" menn (og konur) séu að fá launahækkun - þetta sýnir s.s. að það er hægt ef maður er bara nógu fastur fyrir.  Og ég s.s. get ekki séð að flugumferðastjórarnir séu að fá þessi svakalegu laun sem fólk er að tala um nema með dágóðum slatta af vaktaálagi og yfirvinnu - en það er s.s. Íslendingurinn í hnotskurn ... búa í vinnunni.

 http://www.fjs.is/upload/files/F%C3%A9lag%20%C3%ADslenskra%20flugumfer%C3%B0arstj%C3%B3ra.xls


mbl.is Samningur í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Satt best að segja ekki svo hissa

Daglega dúndrast á okkur myndir og fréttir af konum (sérstaklega) sem eru ekki neitt neitt en kljást við "appelsínuhúð" "siginn rass" "maga" og allt hvað eina.

Photoshop er notað grimmt hér heima og erlendis til að fegra fólk t.d. á síðum glanstímaritana.

 Við erum sífellt í aðhaldi/megrun/átaki/breyta lífstílnum - viljum verða grennri og getum alltaf sett eitthvað út á okkur og okkar útlit!

  Situr enn í mér að það var gerð óformleg könnun í nágrannalöndum okkar þar sem 9-12 ára ósköp venjulega stelpur fóru inn í verslunina Topshop og mátuðu föt.  Það kom í ljós að aðeins þessar yngu stúlkur áttu sumar hverjar í erfiðleikum með að komast í föt merkt Small, allflestar voru í medium eða large.  Skilaboð verslunarinnar (og þjóðfélagsins) voru sú að konur ættu s.s. ekki að vera með brjóst og mjaðmir og hvað þá eitthvað utan á sér.

  Skv þeim sem þekktu mannslíkaman var þetta nær ógjörningur!

  Þessi þróun finnst mér engan vegin í lagi!


mbl.is 11 ára stelpur hafa áhyggjur af þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ásta
Ásta

Jákvæðin, kaldhæðin, samviksusöm, skipulögð, ljúf, róleg - stundum með alltof litla trú á sjálfri sér...

Nýjustu myndir

  • Calvin
  • H&C
  • C&H
  • Bangsímonjól
  • Calvin and Hobbes

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband